Sú meinlega villa læddist inn í formannatal í 70 ára afmælisblaði Verðanda að Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið var sagður hafa verið formaður félagsins 1971 – 1973. Hið rétta er að það var nafni hans, Kristinn Sigurðsson frá Löndum, sem var formaður félagsins á þessum árum. Fljótlega eftir útgáfu blaðsins, eða í byrjun febrúar 2009 birtist leiðrétting í vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum þar sem Sigurgeir Jónsson fyrir hönd ritnefndar afmælisblaðsins birti leiðréttingu á þessari villu og beðist var afsökunar á þessari misritun.
Hins vegar misfórst að leiðrétta þetta á vef félagsins og hefur þessi villa staðið þar í fimm ár. Nú hefur þetta verið fært til betri vega og þessi mistök nú loksins leiðrétt hér á þessum vettvangi. Fyrir hönd stjórnar Verðanda bið ég hlutaðeigandi margfaldlega afsökunar á þessum mistökum og seinagangi.
 
Jarl Sigurgeirsson