Sjúkrasjóður

Lög fyrir styrktar- og sjúkrasjóð Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi.
 
1. grein.
Sjóðurinn skal heita styrktar- og sjúkrasjóður S.s. Verðandi. Heimili og varnarþing skal vera í Vestmannaeyjum.
 
2. grein.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn sína, vegna slysa, sjúkdóma eða elli og einnig þá er af óviðráðanlegum aðstæðum geta ekki séð heimili sínu farborða. Einnig ber að styrkja ekkjur og börn félagsmanna, sem eru fjár þurfi. Sjóðsstjórn er þó heimilt að veita fjármuni til annarra líknarstarfa.
 
3. grein.
Tekjur sjóðsins eru:
1. Samningsbundin gjöld útvegsmanna til sjóðsins.
2. Vaxtatekjur.
3. Aðrar tekjur t.d. gjafir eða áheit.
 
4. grein.
Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum. Tveir skulu vera kosnir á aðalfundi félagsins, en einn tilnefndur af Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Einnig skulu vera tveir varamenn í stjórn, hvor frá sínu félagi. Þá skal kjósa tvo endurskoðendur eftir sömu reglum og varamenn í stjórn. Sjóðsstjórn skiptir með sér verkum.
 
5. grein.
Rétt til styrkts úr sjóðnum, hafa allir fullgildir félagsmenn, sem slasast eða veikjast, þegar þeir eru lögskráðir í skipsrúm, og hafa þörf fyrir styrk að dómi sjóðsstjórnarinnar. Þó skal henni heimilt að veita styrk úr sjóðnum í allt að 6 mánuði eftir að þeir eru skráðir úr skipsrúmi. Þó skal enginn eiga rétt á styrk úr sjóðnum á meðan hann er á launum hjá viðkomandi útgerð. Ekki skal veita styrki úr sjóðnum þegar farsóttir herja, þar sem það gæti orðið honum ofviða að greiða meirihluta félagsmanna styrk.
2. Sjóðsstjórn getur einnig ákveðið að lækka upphæð dagpeninga um stundar sakir, þó ekki yfir skemmri tíma en 6 mánuði, ef afkomu sjóðsins virðist hætta búin.
6. grein.
Umsókn um styrki úr sjóðnum skal senda sjóðsstjórn og skal henni fylgja vottorð frá lækni sjóðsins og vottorð vinnuveitenda um hvenær samningsbundinni greiðslu lauk.
 
7. grein.
Sjóðsstjórn skal halda gerðarbók og skrá í hana allar umsóknir um styrki svo og styrkveitingar.
 
8. grein.
Stjórn sjóðsins er ennfremur heimilt að veita félagsmönnum styrk, greiða þeim dagpeninga eða endurgreiða kostnað í eftirfarandi tilvikum, enda fullnægi þeir að öðru leyti skilyrðum sjóðsins um styrkhæfni sbr. 5. grein liður nr. 1.:
1. Greiða hlutdeild félagsmanns vegna kostnaðar við sjúkraþjálfun á viðurkenndri sjúkra stofnun vegna sjúkdóma eða slysa, enda sé það gert samkvæmt læknisráði.
2. Styrkja þá félagsmenn sem verða fyrir verulegum tekjumissi vegna veikinda maka eða barna.
3. Styrkja maka og/eða börn félagsmanns við fráfall hans. Heimilt er að verja allt að andvirði kauptryggingar viðkomandi í þessu skyni.
4. Heimilt er að greiða til félagsmanns allt að kr. 20.000 á almanaksári vegna kostnaðar við heilsurækt.  Félagsmaður skal leggja fram staðfestingu á kostnaði frá viðurkenndri líkamsræktarstöð áður en ákvörðun um greiðslu er tekin.  Félagsmaður öðlast ekki rétt til greiðslu skv. tillögum þessum fyrr en hann hefur greitt félagsgjald til félagsins í a.m.k. sex undangengna mánuði
 
9. grein.
Greiðslur úr sjóðnum skulu lúta þessum reglum:
1. Dagpeningar greiðast frá þeim degi er samningsbundinni eða lögboðinni kaupgreiðslu lýkur.
2. Dagpeningar greiðast í samanlagt 90 daga á hverjum 3 mánuðum, jafnt helga daga sem virka.
3. Hámarkslengd þess tíma er dagpeningar eru greiddir skal vera 6 mánuðir.
4. Dagpeningar greiðast ekki fyrir færri veikindadaga en fjóra.
5. Dagpeningar greiðast ekki, þegar um varanlega örorku eða ellihrumleik er að ræða né til þeirra, sem njóta lífeyris frá almannatryggingum eð alífeyrissjóði.
 
10. grein.
Upphæð dagpeninga skal vera sem hér segir:
1. Fyrir einstaklinga á dag 2% af kauptryggingu viðkomandi, eins og hún er á hverj-um tíma.
2. Fyrir maka og börn innan 17 ára á framfæri umsækjenda á dag 0,4% af kauptryggingu, eins og hún er á hverjum tíma.
3. Dagpeningar greiðast mánaðarlega nema veikindi vari skemur.
 
11. grein.
Sjóðsstjórn ber í sameiningu ábyrgð á sjóðnum.
12. grein.
Allan beinan kostnað við rekstur sjóðsins greiðir hann sjálfur.
 
13. grein.
Sé stjórn sjóðsins ekki á einu máli um styrkveitingu eða meðferð sjóðsins skal ágreiningur borinn undir stjórn og fulltrúaráð félagsins.
 
14. grein.
Sjóðurinnskal ávaxtast í banka eða vel tryggðum verðbréfum. Verði sjóður þessi að hætta störfum, af einhverjum ástæðum, ráðstafar næsti aðalfundur eignum hans.
 
15. grein.
Sama regla gildir um reikningshald og endurskoðun sjóðsins og félagsins.
 
16. grein.
Lögum þessum getur sjóðsstjórn breytt og tekur breytingin gildi þegar stjórn FFSÍ hefur staðfest hana.  Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 23. janúar 1955 en felldar hafa verið inn í meginmál allar lagabreytingar, sem gerðar hafa verið og síðast á aðalfundi 3. janúar 1960.
Viðbætur og breytingar við lög félagsins eins og þau voru samþykkt á fundi 23. janúar 1955.
Á aðalfundi 11. janúar 1950 var einróma samþykkt stofnun fulltrúaráðs.
Á aðalfundi 3. janúar 1960 breyting á 6. grein og 8. grein styrktarsjóðslaganna.
Á aðalfundi í desember 1995 verða lög og reglur styrktar- og sjúkrasjóður sameinaðar ef samþykkt fæst.
Á aðalfundi 27. desember 1996 var breyting á lögum um styrktar- og sjúkrasjóð samþykkt.
 
 
 
Heimilisfang sjúkrasjóðs er:
SS/Verðandi, Sjúkrasjóður
pósthólf 336
900 Vestmannaeyjar